top of page

Höfundurinn leyndardómsfulli.

 

B. A. Paris er af frönsku og írsku bergi brotin. Hún ólst upp á Englandi og flutti síðar til Frakklands þar sem hún vann í alþjóðlega bankageiranum. Síðar lærði hún til kennara og stofnaði tungumálaskóla ásamt eiginmanni sínum. Þau búa enn í Frakklandi og eiga fimm dætur. 

 

Hún fékk hugmyndina að sinni fyristu bók "Á bak við luktar dyr" þegar hún kynntist pari sem virtist vera algerlega fullkomið, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hún beið ekki boðanna heldur settist niður og skrifaði handrit að sinni fyrstu bók. Útkoman er þessi skemmtilegi sálarspennutryllir sem hefur nú komið út í meira en 30 löndum. Það má líka geta þess að Hollywood er búið að kaupa kvikmyndaréttinn af bókinni.

Annars er B.A. Paris ekki rétt nafn höfundarins, heldur er hér um hálfgert dulnefni að ræða. Hún hefur þó komið í viðtöl en aldrei í sjónvarpi eða í beinni útsendingu því hún vill ekki að sitt rétta nafn komi fram. Það gerir hún til þess að verða ekki of þekkt. Því er alls óvíst hvort þessi mynd sem fylgir höfundarnafninu sé akkúrat mynd af höfundinum. Hún er ekki á Facebook, ekki á Twitter og í raun veit enginn nema umboðsmaður hennar hver hún er í raun og veru.

baparis.jpg
bottom of page