top of page
B.A. Paris 
Úlfakreppa​


 

Loksins ný bók frá metsöluhöfundinum!

Livia er að verða fertug og fyrir dyrum stendur veislan sem hana hefur alltaf dreymt, til að bæta upp fyrir brúðkaupsveisluna sem aldrei varð. Allir sem hún þekkir munu koma í veisluna, nema María dóttir hennar, sem er erlendis í námi. Þó að Livia elski Maríu er hún í raun fegin að hún muni ekki vera í veislunni. Hún þarf nefnilega að segja Adam frá leyndarmáli um dóttir þeirra, en hún ætlar að bíða fram yfir veisluna svo þau geti átt eitt hamingjuríkt kvöld að lokum. 

Adam vill að veislan verði Liviu ógleymanleg og hefur því útvegað Maríu flugmiða heim á laun, svo hún geti komið móður sinni á óvart í veislunni. Á veisludaginn sjálfan fær Adam hræðilegar fréttir. Hann þarf að segja Liviu frá, því hvernig getur veislan farið fram vitandi þetta? En hún er svo glöð, svo spennt fyrir kvöldinu – og gestirnir eru rétt ókomnir. 

Segja frá / ekki segja frá? Hversu langt myndir þú ganga til þessa að hlífa þeim sem þú elskar við sannleikanum, bara til þess að geta átt nokkrar hamingjuríkar klukkustundir í viðbót? 


 

Fyrri bækur frá B.A. Paris eru 

Bak við luktar dyr 

Örvænting 

Týnda systirin  

Einn dagur sem mun breyta lífi fjölskyldunnar að eilífu. Segja frá / ekki segja frá? er átakanleg ný saga frá milljón-eintaka-metsöluhöfundinum B.A. Paris 

Lof um bókina 

„Ef þú elskaðir Bak við luktar dyr þá muntu elska þessa líka ... B.A. Paris er ekki hrædd við að fara með lesandann upp og niður allan tilfinningaskalann“ 

Woman 

 

„B.A. Paris fer tekur beygju frá fyrri sálartryllum, þessi tilfinningaríka saga nær heljartökum á lesandanum“

The Daily Mail 

 

„Fjöskyldudrama í myrkari kantinum ... byggir upp sterkan múr af spennu á milli einstaklinga sem lætur þig dauðlanga að fá vita hvað gerist næst.“

The Sunday Mirror 

 

„Meistari óvæntu fléttunnar og tilfinningatrylla, B.A. Paris hefur gert það enn á ný ... heldur manni í heljartökum“

OK

Úlfakreppa kápa .png
bottom of page