top of page

Bak við luktar dyr

Höfundur: B.A. Paris

ALLIR ÞEKKJA PÖR Á BORÐ VIÐ JACK OG GRACE. Hann er myndarlegur og heillandi, hún glæsileg og hæfileikarík. Þau eru vel stæð og heimili þeirra óaðfinnanlegt. Þig langar ekki endilega til að láta þér líka við þau en annað er ekki hægt. Þú vilt kynnast Grace betur. Það er þó erfitt. Af því að þau eru óaðskiljanleg. Sumir myndu kalla það sanna ást. Aðrir myndu furða sig á því að hún svarar aldrei símanum og fer aldrei neitt án Jacks. Stundum er hið fullkomna hjónaband hin fullkomna lygi. „Ég á enn eftir að finna þann sem hefur lesið bókina og ekki elskað hana. Hún er svo sannarlega MÖGNUÐ! Ef ég gæti, myndi ég gefa henni 10 stjörnur (fimm af fimm er einfaldlega ekki nóg).“ Off-the-Shelf Books

Bókin er uppseld hjá útgefana

Umsagnir og dómar

 

Hrikalega spennandi

Grace er falleg og klár kona sem elskar ekkert heitar en sautján ára systur sína, Millie, sem er með Downs-heilkenni. Lífið breytist þegar Grace kynnist hinum fjallmyndarlega lögmanni Jack. Hann biður hennar og festir kaup á stóru húsi þar sem verður sérstakt herbergi fyrir Millie þegar hún flytur til þeirra. Nágrannarnir álíta Grace og Jack hin fullkomnu hjón, enda bendir ekkert til annars en að þau séu það ... Ekki er vert að segja orð í viðbót til að skemma ekki fyrir væntanlegum lesendum.

 

Bak við luktar dyr er svo hrikalega spennandi að hún hafði af mér svefn hálfa nótt. Þetta er ein af þeim bókum sem maður má bara ekki missa af. Ingunn Snædal þýddi. Drápa, 2016.

 

Guðríður Haraldsdóttir, Vikan

 

„Ég verð að segja ykkur FB vinir mínir , ég var að klára að lesa þessa bók.......... Hún heltók mig , ég gat ekki lagt hana frá mér og ég get ekki hætt að hugsa um viðfangsefnið, ef þið hafið ekki neitt að gera ráðlegg ég ykkur að fá ykkur eintak.”

 

Edda Dungal á Facebook

 

„Á köflum vildi ég ekki lesa meira – en gat ekki annað en haldið áfram!“

María Elínardóttir

 

„Þessi bók er svar 2016 við metsölubókum fyrri ára. Nóg sagt!“

Woman’s Health, UK

 

„Þessi bók heldur lesandanum í heljargreipum í mögnuðu ferðalagi um skuggahliðar sálarinnar. Þér á eftir að renna kalt vatn á milli skinns og hörunds en þú munt ekki geta hætt að lesa. Því get ég lofað þér!“

Sarah Harper, Lovereading.co.uk

 

„Þetta er ein af bestu bókum sem ég hef nokkurn tíma lesið og hún á eftir að verða risastór! Til hamingju með þína fyrstu bók, B. A. Paris.“

Shelley Bennett, THE Book Club

 

„Einfaldlega mögnuð!“

S.J.I. Holliday, höfundur Black Wood

bottom of page