top of page

Sigurður Héðinn eða Siggi Haugur

Það er nokkuð klárt mál að flestir laxveiðimenn hafa á einhverjum tímapunkti hnýtt undir einhverja af flugunum hans Sigga og þá er Haugurinn líklega ein af þeim vinsælustu í Íslenskum laxveiðiám. Nú hafa komið út þrjár stórkostlegar veiðibækur frá þessum heimsþekkta fluguhnýtara, gæd og laxveiðimanni. Bækurnar eru allar bæði gullfallegar og innihaldsríkar.

Siggi fer yfir veiðitækni (andstreymisveiði, kasta undir horni, losað úr fiski, fiski landað svo eitthvað sé nefnt), hann sýnir fjölmargar flugur sem hver heiðvirður laxveiðimaður og hver laxveiðikona þarf að kunna skil á og auðvitað fylgja dæmisögur, veiðisögur og ýkjusögur. 
Bækurnar eru allar myndlýstar af Sól Hilmarsdóttur

 

bottom of page