Þögult óp
Höfundur: Angela Marsons
Bækur Angelu Marsons um lögreglukonuna Kim Stone hafa slegið í gegn í Bretlandi og hafa komið út á meira en 20 tungumálum um allan heim. Nú er Kim Stone komin til Íslands – og hún er komin til að vera. Jafnvel myrkustu leyndarmál liggja ekki grafin að eilífu ...
Fimm manneskjur standa yfir grunnri gröf. Þær höfðu allar skipst á að grafa. Gröf fyrir fullorðinn hefði tekið lengri tíma. Saklaust líf hafði verið tekið en fólkið hafði gert með sér samning. Leyndarmál þeirra skyldu grafin, bundin í blóði. Mörgum árum síðar finnst skólastýra myrt; hið fyrsta í röð hrottalegra morða í Svörtulöndum.
Þegar mannabein finnast hjá fyrrum upptökuheimili fara gömul leyndarmál að koma í ljós. Rannsóknarlögreglan Kim Stone áttar sig fljótlega á því að hún er á höttunum eftir sjúkum einstaklingi sem á áratuga langa morðsögu. Kim er í kapphlaupi við tímann um að ná morðingjanum því að líkunum fjölgar hratt.