top of page
Gjöf hjskm front.png

Gjöf hjúskaparmiðlarans


 

Höfundur Lynda Cohen Loigman

​Þýðandi Ingunn Snædal

 

Áður útgefið hjá Drápu eftir sama höfund er Hús tveggja fjölskyldna sem kom 2017.

 

The Matchmaker's Gift er saga af tveimur konum á tveimur mismunandi tímabilum.

 

Sagan hefst þar sem gyðingastúlka Sara Glikman kemur til Bandaríkjanna árið 1910 ásamt fjölskyldu sinni og fjölda annarra gyðinga frá Rússlandi.

Sara sest að í New York þar sem fyrir er stórt samfélag gyðinga með sínar hefðir og siði. Sara hefur hæfileika sem hjónabandsmiðlari en borin er mikil virðing fyrir því starfi á þessum tíma. Eini gallinn er að það að starfa sem hjónabandsmiðlari er ekki fyrir konur, það starf er frátekið fyrir karla í þessu stífa samfélagi gyðinga og er mikilvægt hlutverk sem tengist trúnni. Það er óhugsandi að stúlka starfi sem hjónabandsmiðlari og ef Sara ætlar að halda þessari ástríðu sinni til streitu þá á fjölskylda hennar það á hættu að verða útskúfuð úr samfélagi gyðinga í New York.

 

Lesendur fylgjast einnig með barnabarni Söru, henni Abby, um 65 árum síðar. Hún starfar sem farsæll skilnaðarlögfræðingur á Manhattan og hennar saga hefst þegar ástkær amma hennar (Sara) deyr. Abby erfir heilu kassana af handskrifuðum dagbókum frá ömmu sinni hvar hún finnur lýsingar á því hvernig amma hennar tókst á við tíðarandann, trúnna, karlaveldið og lífið. Saga ömmunnar hefur mikil áhrif á Abby og hennar líf í nútímanum. 

bottom of page