
Þá breyttist allt
„Heyrðu, elskan, við ætlum að flytja til Íslands!“
Búðu þig undir að hlæja og gráta við lestur þessarar bókar.
Hér er lítill gluggi inn í samfélag sem á tíðum er hliðarsamfélag hér á Íslandi.
Hvaða fólk er þetta sem kýs að koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur það og af hverju flytur það búferlum á milli landa?
Lesandinn fær að kynnast þessu fólki sem segir hér sögur sínar. Sögur sem eru átakanlegar, erfiðar, ótrúlegar, skemmtilegar og forvitnilegar.
Höfundar þessarar bókar eru tvær af reynslumestu fjölmiðlakonum landsins.
Margrét Blöndal er landsþekkt fyrir störf sín í fjölmiðlum, bæði í sjónvarpi, útvarpi og öðrum miðlum. Margrét skrifaði einnig bækurnar Henný Hermanns – Vertu stillt! og Ævisögu Ellyjar Vilhjálms.
Guðríður Haraldsdóttir blaðakona starfaði m.a. á Vikunni í rúm 20 ár og í útvarpi í um áratug. Gurrí, eins og hún er kölluð, hefur tekið fleiri viðtöl en tölu verður komið á og einnig komið að útgáfu nokkurra bóka.




