

Sumarþrautabókin
Full af spennandi þrautum, myndum
til að lita og fleiru! Hér koma 50 ævintýralega skemmtilegar þrautir, gátur og margt fleira! Ísadóra Nótt er hálfur álfur og hálf vampíra þessi þrautabók er fyrir þau sem vilja smá glimmer í lífið með biti!
Ísadóra Nótt fer í gistipartí
Þegar Ísadóru er boðið að gista heima hjá Zoe vinkonu sinni verrður hún mjög spennt - hún hefur aldrei farið í gistipartí áður!
Þær ætla að baka kökur, borða miðnætursnarl og flissa heil ósköp - mögulega verða þær að vaka alla nóttina til að hafa tíma fyrir þetta allt saman!
Ísadóra Nótt er sérstök af því að hún er öðruvísi. Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af þessu tvennu!

„Ekki fara inn í gestaherbergið.“ Skuggi fellur á andlit Douglas Garrick þegar hann snertir hurðina með fingurgómunum. „Konan mín... hún er mjög veik.“ Þegar hann heldur áfram að sýna mér þakíbúðina þeirra hef ég hræðilega tilfinningu fyrir konunni á bak við luktar dyrnar. En ég get ekki átt á hættu að missa þetta starf - ekki ef ég vil halda myrkasta leyndarmálinu mínu öruggu ...
Það er erfitt að finna vinnuveitanda sem spyr ekki of margra spurninga um fortíð mína. Svo ég þakka mínu sæla fyrir að Garrick-hjónin hafa ráðið mig í vinnu við að þrífa glæsilegu þakíbúðina sína og útbúa máltíðir handa þeim. Ég get unnið hérna um tíma, verið róleg þar til ég fæ það sem ég vil.
Þetta er næstum því fullkomið. En ég hef enn ekki hitt frú Garrick, eða séð inni í gestaherberginu. Ég er viss um að ég heyri hana gráta. Ég tek eftir blóðblettum í kraganum á hvíta náttsloppnum hennar þegar ég þvæ þvottinn. Einn daginn get ég ekki annað en bankað á dyrnar. Þegar þær opnast og ég sé hvað herbergið geymir breytist allt ...
Ég lofa sjálfri mér. Ég hef gert þetta áður. Ég get verndað frú Garrick á meðan ég geymi mín eigin leyndarmál.
Douglas Garrick hefur gengið of langt. Hann fær að borga fyrir hegðun sína. Þetta er einfaldlega spurning um hversu langt ég er tilbúin að ganga …
Þessi bók er alger sprengja! Átakanlega snúið (en sjálfstætt) framhald af alþjóðlegu metsölubókinni Undir yfirborðinu. Það sem þernan sér mun halda þér á hlaupum í gegnum blaðsíðurnar langt fram á nótt.
Þýðandi Ingunn Snædal
„EKKI HÆGT AÐ HÆTTA AÐ LESA“
Jenny Ashcroft
„Vá, vá, vá!!! BESTA BÓKIN sem ég hef lesið á þessu ári. Dásamleg saga sem greip mig heljartökum. Ekki gleyma að hafa bréfþurrku við hlið þér þegar þú lest þessa fallegu sögu“
Frá metsöluhöfundi Bréfsins, Kathryn Hughes, kemur ógleymanleg, hrífandi og sígild saga um ástir og átök. Ef þú last Bréfið þá muntu falla fyrir Minningaskríninu.
Jenny opnar skrínið sem hún hefur varðveitt í marga áratugi. Þar geymir hún dýrmætustu minjagripi sína, þar á meðal steinvölu, útskorna styttu og blaðaúrklippu sem hún afber varla að líta á. Hún veit að loksins er tíminn runninn upp. Eftir stríðið skildi hún hluta af hjarta sínu eftir í sjávarþorpi á Ítalíu. Hún verður að snúa aftur til Cinque Alberi, hve erfitt sem það mun reynast, og sættast við fortíðina.
Candice átti erfiða æsku en nú dreymir hana um framtíðina með manninum sem hún elskar – en er hann sá sem hún telur hann vera? Þegar Candice fær tækifæri til að ferðast með Jenny til Ítalíu veit hún ekki að ferðin mun opna augu hennar fyrir óþægilegum staðreyndum. Getur kveðjustund annarrar konu veitt henni kjark til að byrja upp á nýtt?
Byggt á sönnum atburðum


„Heyrðu, elskan, við ætlum að flytja til Íslands!“
Hvaða fólk er þetta sem kýs að koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur það og af hverju flytur það búferlum á milli landa?
Þær Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir ræða hér við 11 einstaklinga sem mætti kannski kalla nýja Íslendinga. Sumir fluttu til Íslands vegna átaka heima fyrir, aðrir eltu ástina eða fluttu vegna vinnu. Sögurnar á bak við hvern og einn eru jafn ólíkar og þær eru margar. Eitt eiga þær þó sameiginlegt; þegar þetta fólk flutti til Íslands þá breyttist allt.
Formála skrifar Berglind Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í alþjóðamálum, fyrrum aðstoðarforstjóri OECD og sendiherra.
„Dásamleg bók sem ég ætla að gefa í allar gjafir á þessu ári!“
Höfundar þessarar bókar eru tvær af reynslumestu fjölmiðlakonum landsins.
Margrét Blöndal er landsþekkt fyrir störf sín í fjölmiðlum, bæði í sjónvarpi, útvarpi og öðrum miðlum. Margrét skrifaði einnig bækurnar Henný Hermanns – Vertu stillt! og Ævisögu Ellyjar Vilhjálms.
Guðríður Haraldsdóttir blaðakona starfaði m.a. á Vikunni í rúm 20 ár og í útvarpi í um áratug. Gurrí, eins og hún er kölluð, hefur tekið fleiri viðtöl en tölu verður komið á og einnig komið að útgáfu nokkurra bóka.