top of page
Ast_kapa_FRONT.jpg

Ást

Höfundur: Alejandro Palomas

​Þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir

 

Alejandro lýsir bókinni svona: 

 

„24 tímar, brúðkaup, fjölskylda, allt er í stakasta lagi, símtal og allt fer úrskeiðis. Lífið byrjar.“

Að heyra að Alejandro Palomas hafi unnið Nadal-verðlaunin var gríðarlega ánægjulegt, svo vægt sé til orða tekið. ... Að lesa skáldsögu eftir Alejandro Palomas er alltaf eins og fara í tilfinningalega rússíbanareið og Ást er engin undantekning. ... Þú verður að lesa bækurnar hans!

De lector a lector


 

Alejandro Palomas veldur aldrei vonbrigðum. Þetta er hans besta bók. Ómótstæðilega tilfinningarík, sorglega falleg á köflum og með einstökum húmor.

Marta Vestover  

 

Ást er tilfinningaþrungin og gáskafull saga sem fangar hug lesenda sinna. Persónurnar eru fjölbreyttar og litríkar og Alejandro Palomas lýsir tilfinningum þeirra og eiginleikum af næmu innsæi. Sagan er sjálfstætt framhald af Móðir og Hundur.

Hjá hinni uppátækjasömu Amalíu og börnunum hennar þremur, þeim Silvíu, Emmu og Fer, sveiflast lífið í takt við hæðir og lægðir tilfinninganna. Á ýmsu hefur gengið að undanförnu en nú hefur fjölskyldan ástæðu til að fagna. Brúðkaup Emmu er framundan og allt snýst um að skipuleggja og undirbúa það af kostgæfni. Afmæli Amalíu ber upp á sjálfan brúðkaupsdaginn svo að fjölskyldan hefur tvöfalt tilefni til að gleðjast. Kvöldið fyrir veisluhöldin hringir síminn og setur allt úr skorðum. Systkinin þrjú og Ines frænka koma sér saman um að láta ekkert spilla gleðinni og í garð gengur viðburðaríkur sólarhringur sem reynir á þau öll bæði sem einstaklinga og fjölskyldu.

 

bottom of page