top of page
Vala kapa  (1).png

Vala víkingur og hefnd Loka

Loki hyggur á hefndir eftir að Vala plataði hann og breytti í lítið barn. Áður en Vala veit af er hún komin í vanda í Niflheimi og þarf að fást við Fenrisúlfinn sjálfann. Hvernig sleppur hún úr þessu hættulegasta ævintýri til þessa?

 

Vala Víkingur er hugrökk og góðhjörtuð stelpa sem ferðast um heima norrænu goðafræðinnar og lendir í stórkostlegum, spennandi og fyndnum ævintýrum ásamt skipinu sínu, Breka dreka.

 

 Bækurnar um Völu Víking eru teiknaðar af Sól Hilmarsdóttur og skrifaðar  af Kristjáni Má Gunnarssyni.

Vala víkingur og hefnd Loka er þriðja bókin um Völu víking. Áður hafa komið út bækurnar Vala víkingur og Miðgarðsormurinn og Vala Víkingur og epli Iðunnar.

 
Höfundar:
 

Sól Hilmarsdóttir er listakona með meiru en hún hefur myndskreytt barnabækur, skáldsögur, myndasögur og listaverk víðsvegar um heiminn. 

 

Kristján Már Gunnarsson er rithöfundur sem hefur skrifað skáldsögur, myndasögur og barnabækur.

 

Kristján Már Gunnarsson og Sól Hilmarsdóttir

bottom of page