Sonur minn
Höfundur: Alejandro Palomas
Þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir
Guilli er brosmildur og greinilega glaður strákur, en sé kíkt undir yfirborðið sést að hann burðast með grafalvarlegt leyndarmál – um einhvern sem kann að vera í stórhættu.
Þegar hann er spurður hvað hann vill verða þegar hann verður stór þá svarar hann ekki eins og hinir strákarnir í bekknum, sem vilja flestir verða atvinnumenn í fótbolta. Nei, hann vill verða Mary Poppins.
Í lífi Guilli er sorgmæddur faðir, fjarverandi móðir, forvitinn kennari, besti vinur og sálfræðingur sem reynir að púsla saman vísbendingum. Hver er það sem er í stórhættu?
Marglaga og átakanlega saga sem er full af tilfinningum, eymslum, vináttu, ósögðum orðum og yfirþyrmandi ráðgátu.
Sonur minn er margverðlaunuð bók á Spáni og Katalóníu og
hefur komið út á meira en 20 öðrum tungumálum
Hér eru nokkrir fimm stjörnu dómar:
„Alejandro, hinn eitursnjalli penni! Einstaklega góð bók.“
„Falleg, tilfinningarík, kemur á óvart. Lestur þessarar bókar gerir lesandann að betri manneskju.“
„Sagan er sögð af hverjum karakter í sögunni, sem gerir hana marglaga, spennandi og heillandi. Algerlega frábær bók!“
„Þessi saga, eins og aðrar eftir Alejandro Palomas, hefur einfaldlega heillað mig. Þetta er bók sem allir ættu að lesa; börn, unglingar, ungt fólk og gamalt!“
„Tár, bros, hlátur, áhyggjur, spenna. Þessi bók sigraði mig gersamlega!“
Alejandro Palomas er fæddur árið 1967 og býr í Barcelona. Hann hefur starfað sem blaðamaður og þýðandi og hin síðari ár einnig sem rithöfundur. Fyrsta bók hans kom út árið 2002 og í heild hafa komið út 17 skáldsögur eftir Alejandro auk níu þýddra verka. Alejandro hefur sankað að sér verðlaunum á undanförnum árum og eins og sést á listanum hér að neðan er Sonur minn (Un hijo) sú bók sem hefur skilað honum flestum verðlaunum.
New FNAC Talent Award 2012 fyrir El tiempo del corazón
Mandarache Award 2016 fyrir Una madre
National Youth Literature Award 2016 fyrir Un hijo
Joaquim Ruyra Award 2014 fyrir Un hijo
Protagonista Jove Award 2016 fyrir Un hijo
Fundación Cuatrogatos Award 2016 fyrir Un hijo
Nadal Prize 2018 fyrir Un amor