top of page

Skotið sem geigaði

Richard Osman

Fimmtudagur rennur upp og hlutirnir eru óðum að færast í venjulegar skorður. Nema hvað Fimmtudagsmorðklúbburinn virðist hafa sérstakt lag á að laða að sér vandræði. Tíu ára gamalt mál – það sem þeim finnst allra best – leiðir þau að frægum þáttastjórnanda og morði án nokkurs líks né annarra vísbendinga.

Og Elizabeth hefur orðið sér úti um nýjan óvin, sem heimtar að hún drepi, eða verði ellegar drepin sjálf. Skyndilega er gamla morðmálið orðið glænýtt.

Á meðan Elizabeth glímir við samvisku sína (og skotvopn) fylgja Joyce, Ron og Ibrahim eftir vísbendingum með hjálp frá nýjum og gömlum vinum. Nær gengið að leysa gátuna og bjarga Elizabeth áður en morðinginn lætur aftur til skarar skríða?

Þriðja ævintýri Fimmtudagsmorðklúbbsins teygir sig frá fínni heilsulind yfir í fangaklefa með espressó-kaffivél og í lúxusþakíbúð í skýjakljúfi, þrungið snilld, leynimakki og þeim ómótstæðilegum töfrum sem lesendur búast við frá metsölubókum Richards Osman.

 

Þýðing Ingunn Snædal 

 

 

 

METSÖLUBÓK NEW YORK TIMESNýjar ráðgátur skjóta upp kolli í þriðju bókinni um Fimmtudagsmorðklúbbinn frá metsöluhöfundinum Richard Osman.„Spæjarakvartett eldri borgara … er stórkostlegur félagsskapur eins og fyrri daginn,“ New York Times Book Review „Skotið sem geigaði er vel heppnað að öllu leyti.“ Wall Street Journal

 

„Osman sýður saman frábærlega flókna fléttu með mörgum óvæntum snúningum. Öfugt við marga glæpasagnahöfunda byggir hann styrk og þunga sögunnar ekki upp á söguþræðinum né spennunni, heldur á fullkomlega sköpuðum persónum. Vinirnir fjórir eru enn og aftur hinn besti félagsskapur … Hjartnæm og heillandi. „Þau eru eiginlega alveg töfrandi, þessi fjögur,“ segir einn lögreglumaðurinn. Þeir töfrar eru enn til staðar og rúmlega það.“
—Washington Post

„Skotið sem geigaði er vel heppnuð að öllu leyti. Ráðgáturnar eru dularfullar, lausnirnar spennandi, spjallið er hressandi og persónurnar stórkostleg dæmi um góða vini. Maður verður að vona að það líði ekki of langur tími þar til næsta bók um Fimmtudagsmorðklúbbinn lítur dagsins ljós.“
—Wall Street Journal

„Fimmtudagsmorðklúbburinn er snúinn aftur, sem ætti að gleðja alla – nema morðingjana, auðvitað. Heillandi bókaröð Richards Osman um hóp eldri borgara sem leysa glæpamál hefur vakið mikla lukku síðan fyrsta bókin kom út. Fimmtudagsmorðklúbburinn, alþjóðleg metsölubók, var fyndin, frumleg, torskilin, áhrifamikil og afar grípandi. Það er erfitt að fylgja slíkri frumraun eftir en Osman hefur leikið sér að því í þeim bókum sem hafa komið út síðan … Þessi bók er jafn frábær og hinar, meiriháttar verk, Osman tekst áreynslulaust að halda spennunni gangandi.“
—Minneapolis Star-Tribune

„Þið megið ekki missa af þessari.“
—Parade

„Dásamleg.“
—People

„Ráðgátan er flókin, persónurnar lifandi og sagan öll brydduð hlýjum húmor og glettni – þrátt fyrir öll líkin. Þið verðið að lesa þessar bækur.“
—Kirkus, starred review

„Þriðja bók metsöluhöfundarins Osmans um Fimmtudagsmorðklúbbinn (eftir Maðurinn sem dó tvisvar sem kom út 2021) er fyndin og fléttan snyrtilega ofin … Framvindan er hröð, persónurnar gáfaðar og fjölbreyttar, og húmorinn höfðar til lesenda sem skilja hvað fylgir því að eldast. Osman er skemmtilegur að vanda.“
—Publishers Weekly

„Skemmtileg og, eins og alltaf, hefur maður ekki hugmynd um hver morðinginn er fyrr en í blálokin.“
—Town and Country

bottom of page