top of page

Angela Marsons

DAUÐAR SÁLIR

Mannabein koma í ljós við fornleifauppgröft á akri í Svörtulöndum sem breytist samstundis í flókinn glæpavettvang fyrir Kim Stone rannsóknarfulltrúa. 

Við flokkun beinanna verður ljóst að þarna eru bein úr fleiri en einu fórnarlambi og þau bera merki ólýsanlegs hryllings; eftir skotvopn og dýragildrur.

Kim neyðist til að vinna við hlið Travis rannsóknarfulltrúa, en þau hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár, og afhjúpa myrk leyndarmál fjölskyldnanna sem eiga landið þar sem beinin fundust.

Á meðan Kim er niðursokkin í eina flóknustu rannsókn sem hún hefur tekið þátt í er liðið hennar að fást við röð hræðilegra hatursglæpa. Kim er nálægt því að finna svör en skyndilega er einn liðsmaður hennar í hættu og tíminn að renna út. Getur hún bjargað málunum – áður en það er um seinan?

Spennandi og hryllileg glæpasaga sem heldur lesendum föngnum. 

 

Ummæli lesenda um Dauðar sálir

„Hugfanginn frá fyrstu síðu … Þetta er besta bók sem ég hef lesið, eftir besta höfundinn. Ég get í alvöru ekki beðið eftir næstu.“ Nigel Adams Book Worm 5*

 

„Ég gat ekki lagt hana frá mér, var gjörsamlega niðursokkin frá fyrstu síðu til loka. Söguþráðurinn er stórkostlegur. Mjög sniðug og mjög myrk. Fimm stjörnu lestur. Frábær glæpasaga frá einum af uppáhalds glæpasöguhöfundunum mínum.“ Booklover Catlady 5*

„Ég var heilluð frá byrjun, það eru engin grið gefin … Mig langaði bara að lesa áfram, hún er hröð og æsispennandi. Angie Marsons er tvímælalaust ein af uppáhaldshöfundunum mínum.“ Stef Loz Book Reviews 5*

„Lesið þessa bók strax, hún er svo meiriháttar. Grípandi og ófyrirsjáanleg saga. Ég hefði ekki getað verið spenntari. Mest lifandi lýsingar sem ég hef lesið. Ófyrirsjáanleg og algjörlega heillandi.“ Rachel‘s Random Reads 5*

 

„Það eru engin grið gefin!“ 

***** 

Bookloveer 

„Lesið þessa bók strax, hún er svo meiriháttar. Grípandi og ófyrirsjáanleg saga.“

Rachel‘s Random Reeds

DaudarSalir_kapa_FRONT.jpg
bottom of page