top of page

QAANAAQ

Qaanaaq_kapa_fram.jpg

Undir þykku snjólagi, milli tignarlegra jökla og í vetrarrökkrinu virðist lífið í Grænlandi friðsældin ein. Handan við ósnortnar fannir ríkir þó spennuþrungið andrúmsloft á milli innfæddra og aðkomumanna og hætta vofir yfir. Þegar nokkur dularfull morð eru framin er danskur lögregluforingi af inúítaættum sendur á vettvang. Hann heitir Qaanaaq. 

Qaanaaq Adriensen, glæpasérfræðingur frá Kaupmannahöfn, er sendur til að rannsaka dularfull morð. Í snævi þöktu Grænlandi, á svæði sem nokkrar þjóðir deila um, hafa fundist sundurtætt lík þriggja verkamanna. Það er vetur og eilíft myrkur, ekki auðvelt að sjá neitt greinilega. Sérstaklega ekki fyrir Qaanaaq. Hann hefur afneitað grænlenskri arfleifð sinni en þegar hann snýr aftur til föðurlandsins vakna draugar fortíðarinnar. 

 

Qaanaaq þarf að takast á við hríðarbylji og ísbjarnarveiðar og hann uppgötvar að því fer fjarri að Grænland sé hvít og friðsæl auðn. Einangrunin, óblítt loftslag og spennan sem ríkir milli innfæddra og evrópsks aðkomufólks leiða í ljós aðra hlið á lífinu þarna, í algerri andstöðu við það sem fólk ímyndar sér um þetta jökulland. 

Mo Malø fæddist árið 1968 og hefur skrifað ýmsar bækur undir mismunandi nöfnum. Hann býr í Frakklandi og skrifar á frönsku. Mo Malø notast við dulnefni, að hans áliti þarfnast verk ekki höfundar. 

Bókin hlaut þýðingarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. 

bottom of page