top of page

Norrænu goðin

Nordiska_gudar_KAPA_FRONT.jpg

Hér eru norrænu goðin komin fram á sjónvarsviðið í glæsilegri og eigulegri bók sem sýnir norrænu goðin í algerlega nýju ljósi. 

„Bók sem þarf að vera til á hverju einasta heimili!“

Gunnar Helgason, rithöfundur 

„Útkoman fer fram úr öllum væntingum. Johan hefur gefið sér góðan tíma og það fer ekkert á milli mála að hann hefur kynnt sér viðfangsefnið út í æsar, bæði ígrundað goðsagnirnar og það sem um þær hefur verið skrifað. Hann leggur ekki á borð fyrir okkur neitt þurrt samansafn sagna úr gömlum alfræðibókum heldur tekur sér skáldaleyfi og býr til sína eigin útgáfu af þessum sögnum. Allt öðruvísi en myndasögurnar okkar um Goðheima og öðruvísi en allar aðrar útgáfur sem ég hef séð. Þannig á það líka að vera. Þessar goðsagnir tilheyra okkur öllum og þær halda áfram að lifa meðal okkar með því að við segjum þær hvert á sinn hátt.“

   „Þrátt fyrir að fá innblástur bæði frá gömlu og nýju eru myndskreytingar Johans sem betur fer fyrst og fremst persónuleg tjáning hans sjálfs. Þetta er þegar allt kemur til alls bæði dirfskufull og óvænt nálgun á hinn norræna goðaheim, þar sem lesandinn uppgötvar nýja hluti hvað eftir annað. 

   Í vinnustofunni minni á ég nú þegar fjölmarga hillumetra af bókum um norrænu goðafræðin. Þessi bók VERÐUR líka að eiga sinn stað þar. Og þá dugir ekkert minna en heiðurssæti!“

Peter Madsen


 

IMG_1734.jpg
IMG_1732.jpg
IMG_1733.jpg
IMG_1731.jpg
Screen Shot 2018-10-02 at 16.37.44.png
bottom of page