top of page
MadurinnSemDoTvisvar_kapa_FRONT.jpg

Maðurinn sem dó tvisvar

Elizabeth fær bréf frá gömlum vinnufélaga, manni sem hún á langa sögu að baki með. Hann hefur gert hrikaleg mistök og þarf á hjálp hennar að halda. Í sögu hans koma við stolnir demantar, ofbeldisfullur mafíósi og hann er í raunverulegri lífshættu. 

 

Líkin byrja að hrannast upp og Elizabeth fær þau Joyce, Ibrahim og Ron í lið með sér í leit að hinum kaldrifjaða morðingja. Og ef þau finna líka demantana? Yrði það ekki smá bónus? 

 

Að þessu sinni eiga þau hins vegar við andstæðing sem myndi ekki hika við að kála nokkrum eftirlaunaþegum á áttræðisaldri. 

 

Nær Fimmtudagsmorðklúbburinn að finna morðingjann (og demantana) áður en morðinginn finnur þau? 

Richard Osman er rithöfundur auk þess að vera framleiðandi og stjórnandi ýmissa sjónvarpsþátta.

Fimmtudagsmorðklúbburinn, sem kom út árið 2021, var fyrsta skáldsaga hans og hér kemur sú næsta, Maðurinn sem dó tvisvar. 

Hann er heimsþekktur sjónvarpsmaður sem hefur m.a. stjórnað þættunum Pointless og Richard Osman‘s House of Games. Hann var maðurinn á bak við Endemol UK þættina auk þess að hafa framleitt fjölda sjónvarpsþátta, eins

og Deal or No Deal og 8 Out of 10 Cats.

Hann er einnig reglulegur gestur í öðrum sjónvarpsþáttum, t.d. Have I Got News For You, Would I Lie To You og Taskmaster. 

Maðurinn sem dó tvisvar kom út í Bretlandi 2021 og rauk beint á topp allra metsölulista. Enda er hér komin ný og spennandi þraut fyrir Fimmtudagsmorðklúbbinn.  

 

bottom of page