top of page

Linda Green


 

Á dögunum samdi bókaútgáfan Drápa um útgáfu á bókinni While my eyes were closed eftir metsöluhöfundinn Lindu Green. Bókin fór í fyrsta sæti metsölulista Amazon í Bretlandi þegar hún kom út á þessu ári og hefur útgáfurétturinn þegar verið seldur til fjölda landa. Á íslensku heitir bókin Á meðan ég lokaði augunum og það er Ingunn Snædal sem þýðir. En hver er Linda Green?

 

Ásmundur Helgason hjá Drápu verður fyrir svörum. „Þetta er sjöunda bók Lindu en sú fyrsta sem kemur út í íslenskri þýðingu, þótt ótrúlegt megi virðast. Bækur Lindu hafa nefnilega gengið ákaflega vel í Bretlandi en engin þó jafn vel og Á meðan ég lokaði augunum.

 

Linda Green skrifaði fyrstu smásöguna sína þegar hún var einungis níu ára gömul. Því miður sló spennusagan um smáhestatímaferðalanga ekki í gegn. Henni tókst hins vegar það sem hana dreymdi um sem barn; að verða rithöfundur. Linda er einnig verðlaunaður blaðamaður og hefur skrifað fyrir Guardian, Independent on Sunday og Big Issue. Hún býr í vesturhluta Yorkshire ásamt eiginmanni sínum, ellefu ára syni, tveimur naggrísum og heilmiklu dóti, eins og hún segir sjálf.

 

Það var þó ekki tekið út með sældinni hjá henni að fá fyrstu bókina gefna út. Hún sendi fyrstu skáldsögu sína til meira en 100 útgefenda og fékk jafn margar hafnanir. Þó tókst henni að lokum að ná samningi við umboðsmann en samningur um útgáfu lét á sér stand, og því koma þessi fyrsta skáldsaga Lindu aldrei út. Linda gafst þó ekki upp og þrautseigjan borgaði sig að lokum. Hún byrjaði á annarri skáldsögu sinni, I did a bad thing, árið 2003, endurskrifaði hana eftir að hafa eignast son 2004, fékk nýjan umboðsmann 2005 og náði að lokum tveggja bóka samningi við útgefandann Headline Review árið 2006.


I did a bad thing kom loks út 2007 og gekk vel í Bretlandi sem og næs. Eins og áður segir er Á meðan ég lokaði augunum sjöunda bók Lindu og sú sem hefur gengið best. Hún náði 1. sæti hjá Amazon í Bretlandi í vor og velgengni bókarinnar virðist vera rétt að byrja“ segir Ásmundur að lokum.

bottom of page