top of page

Leitin að stórlaxinum og flugurnar sem virka - Bók og DVD

Höfundur: Ásmundur Helgason / Gunnar Helgason/Jón Víðir Hauksson

Í bókinni velja 10 valinkunnir stórlaxaveiðimenn 10 uppáhalds flugurnar sínar. Útkoman er ótrúlega fjölbreytt og fróðlegt úrval af stórlaxaflugum. Einn þessara manna er Þórður Pétursson, höfundur Laxá blá, sem sýnir hér bestu flugurnar sínar í fyrsta sinn á prenti.Einnig er í bókinni bráðskemmtileg frásögn bræðranna Ásmundar og Gunnars af veiði sumrinu og þá aðallega hvernig veiðin hjá þeim gekk. Auk þess segja þeir líka frá því hvernig tókst til við að taka upp og framleiða myndina Leitin að stórlaxinum. Myndirnar af flugunum í bókinni tók Jón Víðir Hauksson. Bókin er 80 bls. Myndin – Leitin að stórlaxinum: Við gerð myndarinnar settu bræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir sér það markmið að komast í 20 punda klúbbinn. Þeir fara víða í leit sinni að stórlaxinum, þangað sem helst er von til að markmiðið náist; í Laxá í Aðaldal, Jöklu, Breiðdalsá og Hofsá.

bottom of page