Alejandro Palomas
Hundur
Un Perro
Þau sitja á kaffihúsi í Barcelona klukkan eitt eftir hádegi snemma sumars. Fer og mamma hans, Amalía, bíða eftir símtali - sem kemur ekki. Á næstu klukkustundum mun Fer reyna hið ómögulega, að fela það sem leynist á bak við hið erfiða símtal sem hann bíður eftir. Símtal sem getur sundrað fjölskyldunni. Síðan R kom inn í líf hans, þá sem lítill hvolpur, hefur skapast ró innan fjölskyldunnar. En kannski er það logn varasamara en það virðist vera.
Þegar síminn hringir loksins mun nóttin færa þeim óvænta þróun mála með nýjum tilfinningum og straumi játninga; sanninda sem enginn átti von á að kæmu upp á yfirborðið. Fer þarf að þora takast á við fjölskyldualbúmið, svo að fjölskyldan eigi möguleika á að lifa áfram
Hundur gefur ekki aðeins mynd af hinum heillandi tengslum manns og hundar, heldur birtist einnig í bókinni hvirfilvindur tilfinninga þar sem hið blíða og hráa í lífinu renna saman í heimi fjölskyldunnar og við fáum að verða vitni að kærleika í öllum birtingarmyndum hans.
Bókin er, eins og Móðir (Una Madre) eftir sama höfund og sem kom út 2019, full af húmor, trega, ást og væntumþykju. Hundur er sjálfstætt framhald af Móðir og aftur fá lesendur innsýn í líf spænskrar/katalónskrar móður og ástar hennar á fjölskyldu sinni.
Höfundurinn
Alejandro Palomas (fæddur í Barcelona 1967) er með gráðu í ensku frá La Universitat de Barcelona og meistaragráðu í enskum ljóðum frá New College of San Francisco.
Árið 2002 kom út fyrsta skáldsaga hans El tiempo del corazón sem hann hlaut verðlaun fyrir sem besti nýliðinn (New FNAC Talent). Árið 2008 var Alejandro tilnefndur til verðlauna fyrir El Secreto de los Hoffman, sem var svo gert að leikriti ári síðar. Alls hafa verið gefnar út 10 bækur eftir Alejandro.
Un Perro kom út árið 2016 og er önnur bókin í einum vinsælasta þríleik Spánar síðari ár. Fyrsta bókin kom út árið 2014, Una Madre. Þríleikurinn hefur fengið ýmis verðlaun og þá hefur kvikmyndaréttur verið seldur til Morena films. Síðast bókin í þríleiknum er Un Amor.
Un Perro hefur verið endurprentuð margoft á spænsku. Hún hefur komið út á fimm tungumálum og verður íslenska það sjötta.