top of page
Fyrsta_malid_kapa_FRONT.jpg

Angela Marsons

Fyrsta málið

Á dimmum og köldum desembermorgni kemur rannsóknar fulltrúinn Kim Stone inn á lögreglustöðina í Halesowen. Hún er að fara að hitta nýja liðið sitt í fyrsta sinn. Fórnarlambið í næsta máli er sömuleiðis að fara að hitta morðingja sinn ...
Þegar lík ungs manns finnst afhöfðað og neglt við jörðina eru Kim og nýja liðið hennar fljót á vettvang. Við leit á heimili fórnarlambsins finnur Kim svefnherbergi lítillar stúlku og falda fartölvu, en hvar er barnið?
Þegar Kim byrjar að fletta ofan af hroðalegum sannleikanum um fórnarlambið koma óhugnanleg líkindi í ljós við nýlegt morð á manni sem fannst undir stiga í Redland Hall með fjölda stungusára - og Kim uppgötvar tengsl við kvenna- athvarf. Þar sem hún sjálf er afsprengi félagsmálakerfisins veit hún vel hvað það er að vera í viðkvæmri stöðu. Er athvarfið lykillinn að lausn málsins?
Morðinginn mun láta aftur til skarar skríða og Kim gengur erfiðlega með nýstofnað lið sitt. Hin óreynda Stacey á frábæra spretti en skortir sjálfstraust, Bryant er traustur og rólegur en Dawson er dragbítur á liðinu. Tekst Kim að fá Dawson til að láta að stjórn og hópinn til að vinna saman og ná morðingjanum áður en fleiri láta lífið? Í þetta sinn er kollegi hennar mögulega í mikilli hættu...

 

Forleikur. Hér fást Kim Stone og lið hennar við sitt fyrsta mál. Sagan gerist á undan áður útkomnum bókum um Kim Stone. Fullkomin lesning fyrir aðdáendur Kim Stone og nýja lesendur þessa metsölubókaflokks.
Kim Stone rannsóknarlögreglufulltrúi býr sjálf yfir myrkum leyndarmálum og fer út á ystu nöf til að vernda þau sem hjálpar þurfa við.

bottom of page