Elisabeth Kay
Sjö lygar
Þetta byrjaði allt með einni, saklausri lygi …
Jane og Maria hafa verið óaðskiljanlegar síðan þær voru ellefu ára. Þær eiga margt sameiginlegt og upp úr tvítugu urðu þær báðar ástfangnar og giftust myndarlegum, ungum mönnum.
Jane kunni hins vegar aldrei við manninn hennar Mariu. Hann var svo hávær og plássfrekur, svo fullur af lífi. Sem virðist auðvitað frekar kaldhæðnislegt núna.
Ef Jane hefði verið hreinskilin – ef hún hefði ekki logið – væri eiginmaður bestu vinkonu hennar kannski enn á lífi …
Þetta er tækifæri Jane til að segja sannleikann. Spurningin er bara hvort við trúum henni.
Lof um bókina
„Sjö lygar er vægðarlaus og ógnvekjandi saga um það sem gerist þegar vinátta snýst upp í þráhyggju. Ekki slökkva ljósin – maður les þessa fram á nótt.“
Harlan Coben, metsöluhöfundur
„Myrk og grípandi saga með einum áhuga verðasta sögumanni sem ég hef lesið um. Mæli eindregið með!“
Shari Lapena, metsöluhöfundur bókarinnar Hjónin við hliðina
„Spennandi, snjöll, frumleg og vel skrifuð.“
Jo Spain, metsöluhöfundur bókarinnar The Confession
„Sláandi áleitin og skelfilega lúmsk. Sjö lygar fjallar um eldfiman sannleikann að baki þráhyggju, ást og því sem virðist vera hið fullkomna vinasamband.“
Lisa Gardener
„ALLIR verða að lesa þessa bók. Svo ótrúlega óþægileg!“
Lesley Kara
„Í Sjö lygum er hugmyndinni um óáreiðan legan sögumann snúið á hvolf. Grípandi frásögn af vináttu kvenna og einmanaleika, með óhugnanlega nákvæmum sögumanni sem
sannar að sannleikurinn er oft hræðilegri og furðulegri en nokkur skáldskapur.“
Araminta Hall
„Hröð spennusaga sem heldur manni vakandi langt fram yfir háttatíma. Elizabeth Kay kafar ofan í vináttu kvenna og útkoman er í senn kunnugleg og einkar hrollvekjandi.“
Sarah Langford